SONJA ARNARS

VITUND28 ehf

SONJA ARNARS

VITUND28 ehf

Nuddið mitt byggist á aldagamalli fræði svæðameðferðar.

Ég blanda saman nuddaðferðum sem losa um spennu í herðum, hálsi og baki og enda að lokum á svæðanuddi og heilun.

Ég byrja á því að nudda herðar, bak, höfuð og andlit. Svæðanuddið er svo unnið á fótum þar sem hver líkamshluti á sér svæði þar. Svæðanudd og svæðameðferð eru ekki eins og hefðbundið nudd. Aðferðin sem notuð er beinist að því að örva taugaenda í höndum og fótum með því að þrýsta á þá. Þar sem að hugmyndin á bakvið svæðanuddið segir að allir líkamshlutar og líffæri eigi sér samsvörun í höndum og fótum, þá er þrýstingi beitt á það svæði sem þarfnast bata með því að ýta á taugaenda á réttum stað í fótum/höndum.

Hvert líffæri, innkirtlar og öll starfsemi líkamans í heild hefur taugaenda sem er að finna í höndum eða fótum og með því að beita þá þrýstingi er hægt að hafa áhrif á starfsemi þess svæðis sem átt er við. Samspil orkurása, kenningar um orkubrautir og punkta á orkubrautum eru einnig viðfangsefni svæðameðferðar. Með því að nota svæðameðferð er talið að hægt sé að hjálpa til með ýmsa sjúkdóma og kvilla með því að þrýsta á rétta punkta í höndum og fótum.

Mín útfærsla af svæðanuddi/heilun hefur m.a reynst vel við vöðvabólgu, kvíða og streitu.

Umsögn Linda Björk B.

Ég þurfti að komast í nudd vegna mikilla verkja undir herðablöðum og efra baki. Tilhugsunin var samt ekki góð þar sem mín upplifunn af nuddi hefur ekki verið góð, virkilega vond.

En ákvað samt vegna góðra meðmæla frá vinkonu að prufa að fara til Sonju. Dásemdar dís sem hún er. Bara það eitt að koma til hennar, finna hlýjuna og rólegheitin sem frá bæði henni og hennar heimili stafa. Meðferðin sjálf er ólík öllu sem ég hef prufað.

Heilunin sem hún byrjar hvern tíma á er einstök, hitinn og straumarnir frá höndunum hennar, þetta varð fljótlega mín uppáhalds stund í hverjum tíma. Þarna upplifði ég lika að nudd þarf ekki að vera vont til að gera gagn. Ákveðið og markvisst og gerði sitt strax eftir fyrsta tíma.

Svo fór hún í tásurnar, það hef ég aldrei prufað áður og var virkilega góð upplifun. Hver tími var ótrúlegur fyrir mig, kom út svo slök og yfirveguð bæði á sál og líkama og að sjálfsögðu losnaði ég við verkinn en stóð samt uppi með svo miklu meira en verkjaleysið.

Það er bara ekki hægt að útskýra allt með orðum, velti oft fyrir mér hvað væri í höndunum á henni Sonju. Ég mæli eindregið með svæðanuddinu hjá Sonju.

Umsögn Kjartan B. Elísson

Ég er virkilega þakklátur fyrir að góðvinur minn hafi bent mér á nuddið hjá Sonju á sínum tíma.

Ég hafði lengi verið að glíma við bakverki en eftir að ég fór að mæta í nudd til hennar hvarf sá verkur smátt og smátt og tel ég að nuddið hafi spilað stórann þátt þar ásamt aukinni hreyfingu.

Hvort sem þú ert að vinna mikið,æfa eða bara álag á þér þá mæli ég hiklaust með að þú gerir vel við þig og prufir þetta nudd.

Ég sé allavega ekki eftir að hafa látið það eftir mér enda eftir hvert skipti er líkt og ég sé 10kg léttari.

Umsögn Elís Kjartans

Að gleyma stað og stund meðan unnið er á viðvarandi verkjavandamálum af þolinmæði og natni er málið

Umsögn Kristín Ágústs

Ég hef farið nokkrum sinnum í svæðanudd og nudd til Sonju og er mjög ánægð með það.

Ég er reyndar bara alsæl með það.

Það veitir svo mikla slökun og vellíðan. Hún gefur svo mikið af sér í það og andrúmsloftið hjá henni er svo notalegt.

Umsögn Sigrún Hreiðars

Nuddið hjá Sonju er frábært í alla staði. Margra ára vöðvabólga var fljót að mýkjast og svo er alveg einstaklega gott að ná góðri slökun á bekknum, hef alveg náð að hrjóta oftar en einu sinni.

Finn að skrokkurinn er allur annar.

Umsögn Ása Björg

Nudd hjá Sonju er dásamlegt og endurnærandi. Hún notar mjúkt nudd en losar samt vel um auma og stífa vöðva.

Svæðanuddið er stór hluti af nuddtíma hjá Sonju og eftir mjúka yfirferð um líkamann einbeitir hún sér í góðan tíma að svæðanuddi á iljunum.

Það er svona gott vont og maður finnur vel hvernig það virkar, bæði á meðan og á eftir. T.d. finn ég stundum fyrir einhverju annars staðar í likamanum þegar hún ýtir á ákveðna punkta á fótunum.

Einnig er þetta mjög vatnslosandi eftir á.

Sonja hefur mjög góða og hlýja nærveru og það fylgir ákveðin heilun því að koma til hennar í nudd.

Hún endar hvern tíma á að strjúka á ákveðinn hátt yfir fætur og slíkt, ákveðin rútína þar sem slökunin nær hámarki

Umsögn Guðbjörg Gríms

Nuddið og heilunin hefur gefið mér mjög mikið og hefur mér þótt áhrifin vera mikil á fjölbreyttan hátt, bæði andlega og líkamlega.

Ég finn mjög vel þegar losað er um hnúta og stífleika sem ég hef nóg af vegna mikillar vöðvabólgu. Þá er eins og farið sé inn í hnútana og þeir leystir upp í öreindir sem fljóta um allt.

Öreindirnar fara síðan smám saman, tekur oft 2-4 daga og þá er ég aum og finn til. Þá hjálpar að liðka og hreyfa sig, nota olíur og öndunaræfingar. Þegar öreindirnar hafa yfirgefið svæðið er léttir á eftir og ég finn fyrir bata. Þetta er ótrúlega góð tilfinning.

Andlega hjálpar heilunin líka heilmikið, ég finn hvernig losnar um ýmislegt sem legið hefur í dvala.

Ég er meðvitaðri um tilfinningarnar mínar og vinn áfram með þær. Heilunin eykur streymi innri orku og hleypir nýju lífi í mann.

Afar nærandi og gefandi. Þannig að ég upplifi að ég sé að fá nudd á sál og líkama.

Umsögn Halla Guðmunds

Mæli eindregið með nuddi hjá Sonju.

Næ alltaf djúpri slökun og fer endurnærð heim eftir tímann.

Hafðu samband og við finnum lausn fyrir þig

 

Vertu velkomin.

Fyrirspurnir og tímapantanir.

Staðsetning: World Class Selfoss

Email: vitund28@gmail.com

Sími: 8981597

Facebook: Sonja Arnars 

Vitund28 ehf - Einkaþjálfun/fjarþjálfun

Instagram: Sonja Arnars

Vitund28 ehf

Kt: 480819-1360

Name*
Email address*
Message*