SONJA ARNARS

VITUND28 ehf

SONJA ARNARS

VITUND28 ehf

 

Jóga Nidra er ævaforn meðvituð hugleiðsluaðferð og djúp slökun, jafngömul jóganu sjálfu yfir 4.000 ára gömul og er leidd af kennaranum. 

Jóga Nidra er mögnuð slökunar og vellíðunaraðferð sem leiðir til vakningar öndunartækni, orku og líkamsvitund.

Þú liggur á dýnu og þarft bara að vera.

Jóga þýðir einnig tenging við sjálfa/n þig. Þegar þú skilur þig frá eigin hugsunum þá leiðir þú hugann en ekki hann þig.

Allir geta stundað jóga nidra, fullorðnir, börn, unglingar, og aldraðir.

Nidra kallast jógískur svefn – sem er kyrrlátt vitundarástand þar sem við lærum að kyrra og leiða huga okkar og samanstendur af líkams-öndunar og núvitundaræfingum.

Í jóga nidra förum við inn í djúpa slökun sem samsvarar delta svefnstiginu en við erum meðvituð og vakandi á meðan. Þessi einstaka aðferð losar um streitu og spennu sem er mjög ríkjandi í lífi margra í annríki nútímamannsins.

Mjög öflug aðferð til þess að ná tökum á einkennum kvíða,svefnröskunar og “burnout” einkennum. Við hugsum um 60 þúsund hugsanir á dag og 85-90% þeirra eru ósjálfráðar, neikvæðar og endurteknar.

Allt hefur þetta lífeðlisfræðileg áhrif: hormónakerfið,ósjálfráða taugakefið og f.l.

Jóga nidra er viðurkennd rannsökuð aðferð sem hefur sýnt fram á breytingar í heila við ástundun og er af þeim sökum öflug aðferð til þess að draga úr streitu og streitutengdum sjúkdómum.

Streita er undirliggjandi orsakaþáttur í mörgum sjúkdómum. Hún getur birst í mismunandi myndum og er stundum svo samofin tilverunni að við tökum jafnvel ekki eftir henni fyrr en hún er farin að valda vandamálum.

Jóga Nidra er ein af mörgum aðferðum að vakna til vitundar!

Hugsanir hafa áhrif á ýmist drif- eða sefkerfið. Jákvæðar hugsanir – losa slökunar-, vellíðunar og gleðihormón: Endorfín, serótónin, dópamín, oxytocin, sem veita slökun og stuðla að bjartsýni, gleði, vellíðan, góðri heilsu og  velvild til annarra. Í slökun öndum við djúpt, meira súrefni og meiri úrgangslosun.

Neikvæðar hugsanir - losa aftur streituhormón – stress, kvíði og þunglyndi, bólgur, lífsstílstengdir sjúkdómar – þegar við erum í drifkerfinu: öndum grunnt, minna súrefni og minni úrgangslosun.

Í Nidranu förum við í slökunarástand – sefkerfið: Sefkerfið róar líkamann og hugann og dregur úr streitu. Það gerir líkamanum kleift að endurnýja og gera við sig (Herbert Benson, MD, Harvard – „relaxation response“) Hægir á hjartslætti, blóðþrýstingur lækkar, kortisól lækkar (streituhormón), blóðflæði til heila eykst, eflir ónæmiskerfið, sofum betur, minni kvíði, minna þunglyndi, dregur úr fíkn ofl.

45 mínútur í Nidra eru jafn nærandi og 3ja klukkutíma svefn Jafnvægisstillandi hormón og taugaboðefni losna eins og GABA,

GABA t.d. tengist vellíðan, góðu minni, kyrrum huga, dægursveiflum, það dregur úr ótta og eflir seiglu.

Melatónin hormón losnar einnig sem hjálpar okkur að sofa betur, dægursveiflur og hefur líka yngjandi áhrif á okkur (lífselixir framleiddur í heilaköngli).

Jóga Nidra eykur framleiðslu á vaxtarhormóni, HGH losnar á dýpsta stigi hugleiðslunnar sem yngir okkur og eflir endurnýjun líffæra og vefja.

Líkaminn er gerður til þess að hafa jafnvægi á ósjálfráða taugakerfinu

(spenna – slaka, framkvæma – hvíla) Jógarnir segja að við búum við góða heilsu ef jafnvægi er á þessu kerfi (hugsa/gera – finna/vera)

Í Nidranu erum við í sefkerfinu að finna og vera (núvitund) – skapa jafnvægi. Eitt af því sem einkennir jóga Nidra umfram aðrar hugleiðslutegundir er ásetningur.

Ásetningurinn er leiðin sem þú vilt fara í lífinu.

Munur á ásetningi og markmiði er að markmiðið er endastöð og hugsunin er þar, en með ásetningi nýtur þú leiðarinnar án sérstakrar endastöðvar.

Í Nidranu plöntum við fræjum ásetnings í dýpsta slökunarástandi sem fer í undirvitundina og stuðlar að jákvæðum breytingum í lífinu.

Í vöku styrkjum við svo þennan ásetning í vakandi vitund – meðvitað með því að beina sjónum að því hvert við viljum fara en ekki að því hvað við viljum ekki.

Sköpum eigið líf – leyfum ekki gömlum forritum að stýra okkur, verum vakandi yfir hegðun og hvert við viljum stefna.

Grípum neikvæðar hugsanir og hegðun og breytum þeim yfir í jákvæða hluti.

 

Hafðu samband og við finnum lausn fyrir þig

 

Vertu velkomin.

Einka og hóptímar í boði.

Fyrirspurnir og tímapantarnir.

Staðsetning: World Class Selfoss

Email: vitund28@gmail.com

Sími: 8981597

Facebook: Sonja Arnars

Vitund28 ehf - Einkaþjálfun/fjarþjálfun

Instagram: Sonja Arnars

Vitund28 ehf

Kt: 480819-1360

Name*
Email address*
Message*