SONJA ARNARS

VITUND28 ehf

SONJA ARNARS

VITUND28 ehf

Líkaminn  -  Hugurinn  -  Sálin

Hreinsum hugann og opnum hjartað okkar

Í yin yoga vinnum við með djúpar teygjur þar sem áherslan er á liðamót, vöðvafestur og tengivefi (facsia).

Við teygjum á vöðvum, sinum, og facsiu sem umlykur líkamann.

Aukum liðleika - vinnum markvisst með öndun og núvitund það að vera í augnablikinu hér og nú. 

Í yin yoga verður aukin framleiðsla á liðvökva þegar þú heldur teygju í hverri stöðu og þannig aukum við rakaflæðið í liðnum. 

Hverri stöðu er haldið frá 2 og upp í 10 mínútur.

Samhliða því að vinna með ofantalda hluti þá vinnum við með orkurásir og Chi flæði líkamans - samkvæmt fræði þrýsti og nálstungupunkta líkamans. Hver staða er því unnin með þessi fræði til hliðsjónar sem er afar áhugaverð samblanda.

Ég sýni þrýstipunkta sem hjálpa okkur að lina verki og auka orkuflæðið í líkamanum.

Ólíkt yang yoga þá er lítið flæði og kraftnotkun í yin yoga. 

Áherslan er lögð á algjöra kyrrð, fara hægt og rólega inn í stöðuna og halda henni svo. Hlusta á líkamann: fara lengra eða draga sig til baka eftir því sem líkaminn þinn biður um hverju sinni.

Það er oft gríðarlega erfitt að kyrra hugann og fá líkamann til þess að slaka á. Við erum oft með allskonar fitl, ið og kæki, sem við tökum ekki eftir fyrr en við eigum að vera kyrr.

Í yin yoga lærum við að vera í eigin skinni og vinna markvisst að því að vera meðvituð um líðan okkar og líkamsvitund.

Við lærum að njóta þess að finna þá opnun sem verður í líkamanum.

Við viljum að vöðvarnir séu óáreittir og mjúkir til þess að komast betur að liðum og tengivef. Sérstaklega unnið með mjaðmir, fætur og neðri hluta baks - ég vinn einnig með efri hluta líkamans.

Í vöðvunum eru þéttir þræðir sem eru rakt efni, þeir eru teygjanlegir og bregðast hratt við áreiti s.s togi og endurteknum hreyfingum. Vöðvarnir festast á bein og fara oftast yfir liðamót.

Í yin yoga áreitum við liðamót og vöðvafestur og þarf áreitið að vera rólegt og langvarandi. Fernt á sér stað við liðamót og festur þegar við stundum yin yoga: Við komum í veg fyrir samfall, ótímabæra hrörnun, samgróning og aukum rakaflæðið.

Hafðu samband og við finnum lausn fyrir þig

 

Vertu velkomin.

Fyrirspurnir og tímapantanir.

Staðsetning: World Class Selfoss

Email: vitund28@gmail.com

Sími: 8981597

Facebook: Sonja Arnars

Vitund28 ehf - Einkaþjálfun/fjarþjálfun

Instagram: Sonja Arnars

Vitund28 ehf

Kt: 480819-1360

Name*
Email address*
Message*