SONJA ARNARS

VITUND28 ehf

SONJA ARNARS

VITUND28 ehf

Fjarþjálfun

Hjá mér færð þú góða þjónustu og ég legg metnað minn í að fylgja ferlinu þínu eftir.

Fjarþjálfunin mín er uppsett til þriggja mánaða í senn.

Ég byrja á því að hitta mína kúnna ef hægt er að koma því við landshlutalega séð, þá fer ég yfir heilsufarsskýrslu sem viðkomandi hefur fyllt út og sent mér fyrir komu.

Ég legg mikið upp úr heildrænni líkamlegri og andlegri vinnu hjá mínu fólki og að það nái utan um stöðu og lífsstílsbreytingu á skynsamlegan og heilbrigðan hátt, með raunhæfum markmiðum hvers og eins að leiðarljósi.

Með minni hjálp finnur þú leið að betri líðan.

Innifalið í pakkanum eru æfingarprógrömm sem róterast út á 5 vikna fresti.

Mælingar og viðtal.

Mikið aðhald og hvatning.

Reynsla og skilningur.

Prógrömmin koma með vídeólinkum, eru unnin og uppsett fyrir hvern og einn.

Aðhald og stuðningur í mataræði.

Daglegt aðgengi að mér ef þarf í gegnum messenger eða tölvupóst.

Stöðuskýrsla sem þú skilar inn á hverjum föstudegi og aðgangur að lokaðri fb grúbbu.

 

 

Umsögn Hanna B.

Ég mæli 100% með þjálfun hjá Sonju. Áður en ég byrjaði hjá henni í þjálfun hafði ég verið að koma til hennar í nudd eftir að hafa verið með mikla vöðvabólgu sem hún náði að hjálpa mér með. Þegar ég byrjaði hjá henni þjálfun var ég á krossgötum. Ég er mikil keppnismanneskja og á minn grunn í keppnisíþróttum og það var svolítið sú leið sem ég hafði alltaf valið mér í þjálfun. Vandamálið mitt var það að eftir veikindi var líkamin minn ekki í standi í þá þjálfun sem ég valdi honum.

Áður en ég byrjaði hjá Sonju hafði ég 2svar á stuttum tíma farið í ofþjálfun og þurfti að játa mig sigraða sem tók á ekki síður andlega en líkamlega. Ég var líka ekki á góðum stað varðandi næringu og hvíld og fannst ég búin að missa tökin. í byrjun skráði ég mig í fjarþjálfun en sá fljótlega að ég þyrfti meira utanumhald og skráði mig í einkaþjálfun sem var mitt gæfuspor.

Sonja er frábær þjálfari sem er umhugsað um þá sem hún þjálfar og gefur sig alla í verkefnið. Hún er hafsjór af fróðleik og hugmyndum er hvetjandi og finnur leiðir sem henta hverjum og einum.

Hún hefur náð að sýna mér að ég geti æft og náð árangri þrátt fyrir mín veikindi án allra öfga. Hún hefur líka reynst mér vel varðandi mataræðið þar sem hún er bæði hugmyndarík og hvetjandi. Og ekki má gleyma nuddinu í lok hverrar æfingar það er hreinlega himneskt.

Sonja fær mín bestu meðmæli bæði sem þjálfari og nuddari og hefur sýnt mér að allt er hægt með réttu hugafari og þolinmæði.

Umsögn Jóhanna Ólafsdóttir

Ég var búin að vera að leita mér af einkaþjálfara sem hentaði mér og mínu ferðalagi, ég er pínu sérvitur og þarf einhvern með mér sem er tilbúin að setja mínar mínar þarfir í fyrsta sæti. Ég var ekki byrjandi þegar ég hóf einkaþjálfun hjá Sonju, en á þessum 2 mánuðum sem ég hef verið hjá henni hef ég alltaf lært eitthvað nýtt, og hún frá fyrsta tíma ögrað mér að stíga út fyrir kassann minn og látið mig prófa eitthvað nýtt. Á þessum 2 mánuðum hef ég með hjálp Sonju umturnað ræktinni minni og áherslunum þar. Á meðan ég var í þjálfun hjá henni greindist ég með slitgigt í hnjám og hún lagði sig alla fram í að finna út hvernig hún gat hjálpað mér með að finna út hvernig ég get gert æfingarnar áfram og vinna með gigtinni. Það er mér mikils virði að hafa hana með mér í þessu ferðalagi og ég hlakka mikið til að hefja fjarþjálfun hjá henni! Ég trúi því að allir sem maður hittir á lífsleiðinni færir manni lærdóm, ég datt aldeilis í lukkupottinn að hitta Sonju.

Takk fyrir mig 😘

Umsögn Linda Björk.

Ég leitaði til Sonju eftir aðstoð varðandi fæðuráðgjöf. Ýmislegt er að hrjá mig s.s B12 skortur, járnofhleðsla, ristilkrampar til margra ára ofl.

Ég hitti Sonju í kósý og kaffisopa heima hjá henni þar sem við fórum yfir stöðu mála, bæði líkamlega og ekki síst andlega.

Það sem mér þótti magnaðast var áhugi hennar á mér, ég skipti hellings máli og hún fór strax á fullt að setja sig inn í mín mál, og sendi mér strax hellings upplýsingar varðandi fæðuval sem myndi henta mér og mínum aðstæðum.

Þó svo að ég sé núna að vinna í þessu sjálf, byggt á hennar upplýsingum er Sonja enn að senda mér pepp og fylgjast með mér. En það er skemmst frá því að segja að ristilkramparnir eru horfnir og allar blóðprufur fóru strax að koma betur út

Umsögn Anna María Björns.

Ég hef verið í þjálfun hjá Sonju sem er alveg yndisleg í alla staði. Hún setur æfingarnar upp á skemmtilegan hátt og leggur mikinn metnað í þjálfun sína og passar vel upp á að maður sé að gera æfingarnar rétt. Árangurinn leyndi sér ekki og eftir 2 mánuði í þjálfun hjá henni á gólfi er ég léttari á líkama og sál.

Ég er nú komin yfir í fjarþjálfun hennar þar sem hún er með virkilega flott uppsett æfingar og matarprógram sem auðvelt er að fylgja eftir.

Sonja hefur gefið mér heilbrigða sýn á mataræði, andlega heilsu og hvernig það vinnur allt saman í átt að betri lífsstíl. Ég mæli eindregið með Sonju, hún er fagmaður fram í fingurgóma og veitir þvílíkt aðhald og stuðning í gegnum þetta ferli.

Að auki er Sonja hafsjór þegar kemur að hollum og góðum uppskriftum.

Umsögn Pálína Ásbjörns

Mæli með Þjálfun hjá Sonju. 

Hún er metnaðarfull, ákveðin og næm á viðskiptavini sína.

Umsögn Ragnhildur og Guðmundur

Að gefa Sonju meðmæli er létt verk. Hún er framúrskarandi er kemur að einkaþjálfun og er ofboðslega vandvirk.

Sonja hefur glöggt auga á hvaða æfingar henta hverju sinni og leggur gríðarlega mikla áherslu á það að kenna þær rétt.

Sonja er laus við allar öfgar, hún vinnur markvisst að því að hjálpa á persónulegan og einlægan hátt svo einstaklingurinn nái markmiðum sínum.

Okkur hjónum hlakkar alltaf til tímanna hjá Sonju og hún er svo sannarlega að ná góðum árangri með okkur. Ekki skemmir fyrir að hún er mjög skemmtileg og góð fyrirmynd.

Gangi þér vel þú ert í mjög góðum höndum hjá Sonju og kemur til með að uppskera ánægju og árangur.

Hafðu samband og við finnum lausn fyrir þig

 

Vertu velkomin.

Fyrirspurnir og tímabókanir.

Staðsetning: World Class Selfoss

Email: vitund28@gmail.com

Sími: 8981597

Facebook: Sonja Arnars

Vitund28 ehf - Einkaþjálfun/fjarþjálfun

Instagram: Sonja Arnars

Vitund28 ehf

Kt: 480819-1360

 

Name*
Email address*
Message*